Skapsmunir - M.Ed verkefni júní 2025
Leiðarljós í M.Ed ritgerð minni Skapsmunir er tilfinningalæsi, tilfinningar, styrkleikar og velferð barna. Í raun mætti segja að þetta sé framhalds verkefni af B.Ed verki mínu Sterkari til framtíðar (2023). Eru því verkefni sem lögð voru fyrir nemendur ásamt aukinni fræðslu hjá höfundi með áherslupunkt á þeim punktum.

Við könnun á mati mikilvægustu þátta velsældar og lífsgæða íslendinga nefna flestir góða heilsu, gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, örugga afkomu, öruggt húsaskjól, samskipti við fjölskyldu, vini og samferðarfólk. Allir þessir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Íslendingar svöruðu með svipuðum hætti og íbúar annarra OECD landa, það er að segja að heilsan var alla jafna í fyrsta sæti en á eftir komu samskipti við fólk, öruggt húsnæði, möguleikinn á að sjá sér og sínum farborða og aðgengi að menntun og atvinnu (Sigríður Haraldsdóttir ofl., 2022).
Tilfinningagreind er tengd sjálfsþekkingu þar sem vitund um eigin tilfinningar, tengsl tilfinninga, hugsana og hegðun er þáttur í að þekkja sig sjálfan. Vegna þess að tilfinningar koma við sögu í nær öllum athöfnum einstaklings og er því mikilvægt að skilja eigin tilfinningar og tengsl þeirra við hegðun okkar og hugsanir. Þó er nauðsynlegt að vera læs á tilfinningar annarra þar sem það auðveldar flest öll samskipti og leyfir okkur að setja okkur í spor annarra (Aldís Yngvadóttir, 2009).
Félagsleg tengsl skipta einstaklinga máli vegna ánægju en einnig sem nauðsynlegan þátt í lífinu þar sem þessi tegund tengsla aðstoðar fólk við ýmis konar áskoranir lífsins. Að mati rannsóknarinnar Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði skiptir töluverðu máli að hafa einhvern til að leita til ef eitthvað kemur fyrir (Stjórnaráð Íslands, 2019).
Lýðheilsa
Lýðheilsu er þegar aðgerðir hins opinbera og annarra miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, þjóðfélagshópa og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að efla og bæta lýðheilsu.
Mikilvægt er að skapa einstaklingum aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti ásamt því að efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Heilsuefling krefst samræmdra, þverfaglegra aðgerða á samfélagslegum grunni og nær til þátta utan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu.
Forvarnir eru aðgerðir sem beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Þær miða að því að efla heilbrigði, fyrirbyggja sjúkdóma og beita viðeigandi aðgerðum til að greina frávik svo beita megi snemmtækri íhlutun og hindra sjúkdómsþróun og fylgikvilla sjúkdóma sem þegar eru til staðar (Stjórnaráð Íslands, e.d).
Kennsla um tilfinningar og tilfinningalæsi er því beintengt þessu hugtaki og getur stuðlað að bættari lífi og líðan.
Andleg heilsa
Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar þeirra snúa að því að fólk sé:
sátt við sig sjálft
umhverfi sitt
upplifi jafnvægi
öruggt og ánægt í lífi og starfi
búi yfir færni til að takast á við ýmsar áskoranir
sé fært um að aðlagast breytilegum aðstæðum.
Góð geðheilsa táknar að okkur líði yfirleitt vel, séum með jákvætt viðhorf til okkar sjálfra og búum yfir færni í myndun innihaldsríkra tengsl við aðra. Að við þekkjum eigin styrk- og veikleika og nýtum þá til að draga fram það besta í okkur sjálfum.
Þekkjum og viðurkennum eigin tilfinningar ásamt því að vera fær um að setja okkur í spor annarra og sýna samkennd. Að vera fær um að mæta erfiðleikum af þrautseigju og gefast ekki upp þó þeir taki á. Færni í að njóta lífsins og upplifa gleði í því sem lífið hefur upp á að bjóða.
Að hafa geðheilsu þýðir samt ekki að líða aldrei illa eða hafa engin vandamál. Lífið er ekki alltaf auðvelt og er eðlilegt að slæmir dagar geta komið, það kemur með því að vera manneskja. En með góðri geðheilsu eigum við töluvert fleiri góða daga, léttara er að takast við þá erfiðu og getum upplifað ánægju lífsins þrátt fyrir þá (Heilsuvera, e.d)
Sjálfsmat og sjálfsmat ungmenna
Styrking sjálfsmats er verkefnavinna út ævina, Í grunnskólastarfi vega kennarar mikið í að aðstoða, þjálfa og ýta undir að nemendur eignist meiri trú á eigin sjálfi og getu. Með ýmsum verkefnum tel ég raunhæft að mögulegt sé að halda við, auka eigin greiningar hæfileika nemenda á getu sinni, styrk, hæfni og framtíðarsýn. Með færniþjálfun sem þessari trúi ég að við eflum þjóðfélag okkar með útskrift einstaklinga af fyrsta skólastiginu getumeiri í eigin styrk- og veikleika ásamt því að hafa sterkari framtíðarsýn.
Grein Ársæls Más Arnarssonar, Sigrúnar Daníelsdóttur og Rafns Magnúsar Jónssonar (2020) sem fjallar um samskiptamyndun við kennara og nemendur ásamt ánægju í skólastarfi sé samtengt í farsæld sjálfsmynd nemenda tel ég mjög réttmæta.
Eisner fjallar um að mögulegt sé að útbúa kringumstæður sem draga úr og jafnvel drepa mátt sköpunar, hann tók fram að líka sé hægt að hlúa og ýta meira undir hann. Kringumstæður sem ýta undir sjálfstraust nemenda og ánægju sem vellíðan í samskiptum við aðra innan skólabyggingarinn hjálpar til við frakvæmd á kjöraðstæðum í nýtingu sköpunargleði og hæfileika. Orð Eisner hafa sýnt mér og gefið mér upplifun í vinnu með nemendum þar sem skilningur og svo skilningsleysi var, útkoman var gjörólík (Eisner, 2002).
Mihaly Csikszentmihalyi (1997) og flæðiskenning hans er ákveðinn áttaviti í lífi mínu en kenning hans lætur okkur oft á tíðum ferðast um í ólíkar og jafnvel misgáfaðar áttir eftir skilningi okkar, en er við náum að hvíla og gleyma okkur í því sem við erum að takast á við þá ferðast hann Mihaly með okkur.
Kenningar Gardners (1993), Csikszentmihalyi (1997), Eisners (1998) og Dewey (2000) hafa mótað mig í hlutverki mínu sem kennara. Kenningar þeirra og áherslur hafa að mati mínu gert kennsluhættina mína opnari ásamt því að vera töluvert meira skapandi. Flæðiskenning Csikszentmihaly er ávallt í huga mér en einnig leiðarljós þegar kemur að skapandi kennslu. Í námsaðstæðum sem ég vil ýta undir er að draga aðstæður fram þar sem nemendur gætu gleymt sér í tíma og rúmi meðan þeir takast á við krefjandi ánægjuleg viðfangsefni.
Markmið verkefna
Markmið með verkefnanna er að nemendur þjálfist í að þekkja:
- tilfinningar
- samskiptum
- tilfinningalæsi
- greiningu tilfinninga
- samvinnu
- samkennd
ásamt því að efla færni í að hlusta og tillitsemi til annarra. Verkefnin eru ætluð til uppbyggingar sjálfsmyndar og sjálfstrausts nemenda.
-
Hæfniviðmið
Við lok 4. bekkjar getur nemandi:
nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
unnið út frá kveikju við eigin listsköpun,
þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
fjallað um eigin verk og annarra,
þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins,
greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka,
greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,
skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.
-
Námsmarkmið
Í myndmennt öðlast nemendur tækifæri til að læra og tjá sig án orða. Þeir geta ýmist unnið á gagnrýninn hátt með málefni daglegs lífs eða með ímyndunaraflið. Slík reynsla veitir nemendum forsendur til að læra að þekkja sjálfa sig bæði í tengslum við náttúruna og efnisheiminn. Skilningurinn verður bæði almennur og persónulegur, byggður á rannsóknum á raunveruleikanum og töfrum ímyndunaraflsins
