Tilfinningar & tilfinningalæsi
Innlögn er um samkennd. Hvað þýðir orðið samkennd? Hvernig sýnum við sjálfum okkur og öðrum samkennd?
Kennari gerir hugarkort um samkennd á töflu í samvinnu með nemendahóp sínum. Orð nemenda eru sett á töfluna og samtal er um hvernig það fellur undir samkennd og hvort yfir höfuð það þýði í raun og veru samkennd eða eitthvað annað.
Nemendum er úthlutað 3 prentuð laublöð sem þau lita eða mála í eigin sköpun. Því næst velja þau sér orð sem falla undir samkennd og skrifa á laublöðin sín.
Laublöð er fest á samkenndartréð í skólastofunni.
Orð frá hugarkorti eru skráð í ritvinnsluforrit og prentuð út og nemendur hjálpast að við að klippa og líma þau á litaðan pappír og fest upp við hlið samkenndar trésins.
Fjarvídd
Hægt er að nálgast mörg flott myndbönd af Youtube.com um fjarvíddarteikningu. Þar sem valið er one point, two point eða fleiri eftir hvað er verið að þjálfa. Þessi nálgun þjálfar rýmisgreind sem og uppröðun á umhverfi.
Fyrir 200 árum
Samþáttaverkefni myndlistar og sjónlistar.
Nemendur semja sögu sem á að gerast fyrir 200 árum síðan og þurfa að taka mið af breytingum lands, menningar og tækni.
Áhöld:
Blýantur
Eintak af útprentaðri bók.
Litir
Fléttuverkefni
Aðferð
Nemendur klippa pappír úr mismunandi litum í renninga.
A4 blað er brotið saman og klipptar línur og þrædd með lituðu renningunum.
Efniviður:
Pappír
Skæri
Límband