Félags- og tilfinningalæsi

Almenn menntun hefur leiðarljós að því að styrkja sjálfsskilning nemenda ásamt hæfni þeirra til að
leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Nefnir námskráin að auki að hæfni sé meira en þekking og leikni, í
henni sé einnig viðhorf og siðferðisstyrkur, tilfinningar og sköpunarmáttur, félagsfærni og
frumkvæði. Nemandi þarf því að búa yfir þekkingu og leikni en einnig hafa getu til að geta aflað sér
nýrrar þekkingar, færni og hæfni, greint hana og miðlað. (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).

Í Aðalnámskrá grunnskólanna í kafla um almenna menntun (Aðalnámskrá, 2011) kemur fram að skólar
þurfi þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska
og heilbrigði frá ýmsum hliðum
. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru:
- jákvæð sjálfsmynd.
- Hreyfing
- næring
- hvíld
- andleg vellíðan
- góð samskipti
- öryggi
- hreinlæti
- kynheilbrigði
- skilningur á eigin tilfinningum og annarra

Stuðningsefni fyrir tilfinningalæsis verkefnavinnu.

  • Tilfinningahjólið

    Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og
    samskiptahæfni nemenda, gagnrýna hugsun, undirbúa þá fyrir virka þátttöku í
    lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi
    náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Hæfniviðmið í lykilhæfni eru sett fram í
    fimm flokkum:
    · tjáning og miðlun.
    · skapandi og gagnrýnin hugsun
    · sjálfstæði og samvinna
    · nýting miðla og upplýsinga
    · ábyrgð og mat á eigin námi.
    Hæfniviðmiðin eru flokkuð á þennan veg, þó er mikilvægt að horfa á þau sem
    samfellda heild. Ef horft er beint sérstaklega að einu hæfniviðmiði þarf að vera
    meðvitaður um að nám er samfellt ferli og skapandi athöfn fremur en söfnun
    afmarkaðrar þekkingar og þjálfun í tiltekinni leikni (Aðalnámskrá grunnskóla, 2024)

  • Hvernig líður þér í dag?

    Innra með okkur eru ólíkar tilfinningar sem við eigum, þær geta komið upp í mismunandi aðstæðum.
    Stundum á góðan veg en einnig á neikvæðan eða óþægilegan
    veg.

    Mikilvægt er að ræða um að engin tilfinning sé röng en mikilvægt sé að
    þekkja eigin tilfinningar og af hverju þær komi upp hjá okkur ásamt því hvernig ætlum við að bregðast við?


    Tilfinningar bera ýmis heiti, sem dæmi: Samkennd – Spenna –
    Öryggi - Skömm – Gleði – Hræðsla – Depurð og reiði.

  • Plakat: Mildi & væntumþykja

    Það er mikilvægt að
    geta sýnt sjálfum sér mildi og hlýju ásamt því að senda sjálfum sér þau
    skilaboð að maður sjálfur skiptir máli. Oft er mikið að gera en mikilvægt er
    að kunna að læra að slaka reglulega á og vera með sjálfum okkur í slökun.
    Samkennd er eiginleiki innra með okkur að geta sýnt okkur sjálfum skilning
    þegar við höfum upplifað að við séum ekki að standa okkur nógu vel eða
    erum jafnvel ekki nógu ánægð með okkur sjálf.