Abstrakt

Abstraklist er listastefna sem varð til í upphafi 20. aldar. Það að mynd sé abstrakt þýðir að hún sé óhlutbundin, þ.e. á henni eru engir þekkjanlegir hlutir eða verur.

Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk form. Abstraktlistin þróaðist aðallega út frá expressjónisma og kúbisma. Listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin myndi verkið ein og sér og halda því fram að verkin hafi sitt eigið listræna gildi þótt þau líktust engu ákveðnu.

Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk form. Lögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð.


Wassily Kandinsky, Cossacks, 1910

Rússneski listmálarinn Wassily Kandinsky (1866–1944) er oft sagður hafa málað fyrsta abstraktmálverkið árið 1910 en það er verkið Kósakkar. Með litríkum samsetningum reyndi hann að láta málverk sín vekja svipuð áhrif og tónlist.

Verk eftir höfund

Verkefni eftir nemendur

Þorvaldur Skúlason, Komposition, 1948.
Listasafn Íslands: LÍ968

Nína Tryggvadóttir, Gos, abstrakt,
Listasafn Íslands: LÍ1383

Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir og Svavar Guðnason eru meðal þeirra listamanna sem unnu verk í þessum anda og Kristján, Elías B. Halldórsson og veflistakonan Ásgerður Búadóttir héldu sig við stefnuna fram á 21. öldina.

Abstraktlistin hafði ekki aðeins mikil áhrif á málaralist (sú grein myndlistar sem einkennist af einstæðum myndverkum þar sem litarefni blandað bindiefni, t.d. vatni, olíu, eggjarauðu eða öðrum hentugum vökva, er borið á tvívítt undirlag, t.d. striga, viðarfjöl eða pappír. Liturinn er yfirleitt borinn á undirlagið með pensli en önnur verkfæri eru einnig notuð) heldur einnig höggmyndalist og arkitektúr (list- og fræðigrein um hönnun húsa (utan og innan), garða og borga) og þeirra áhrifa gætir enn. (Listavefurinn.is, e.d).

Heimildir fengnar af Abstraktlist - listavefurinn.is

Previous
Previous

Skissubók

Next
Next

Ferhyrningur / Kassi