Skissubók

Þegar skissubók ( eða hugmyndabók) eru skráðar fyrstu hugdettur/hugmyndir sem síðan er hægt að vinna með í allar áttir.

Innihald skissubókar

Allt sem nemendur gera, merkilegt eða ómerkilegt, fullkomin sem og ófullkomin verk
á að geyma í möppu. Möppurnar útbúa nemendur sjálfir og er tilvalið að skoða
lógó og leturgerðir og láta nemendur svo merkja möppuna sína með nafni sem
þeir hafa útfært á þann hátt. Mikilvægt er að venja nemendur á að bera virðingu
fyrir krassi, kroti og tilraunum jafnt sem fullbúnum verkum og að geyma alla hluti í
möppunni sinni ( Helga Gerður Magnúsdóttir, 2019).

Mikilvægi bókarinnar

Mikilvægt er að venja nemendur á að skissa á pappír og hripa hugmyndir sínar niður, hvort sem það er á myndrænu formi eða skriflegu. Með því að kenna nemendum að halda hugmyndum sínum til haga, flokka þær og koma skipulagi á þær þjálfast ákveðin vinnubrögð sem eru gott veganesti út í lífið hvort sem nemendur hyggjast leggja stund á hönnun eður ei. Þess háttar vinnubrögð nýtast öllum við allt nám og síðar í lífinu. Með því að halda hugmyndavinnu til haga átta nemendur sig líka á því að hugmyndavinna
er vinna. Koma verður hugmyndum á fast form svo að þær öðlist líf, af því að minnið er skeikult ( Helga Gerður Magnúsdóttir, 2019).

Hér kemur meiri texti um af hverju skissubækur

  • tilgang þeirra

  • hugmyndaþróun í þeirri vinnu sem gerist í skissubækum

  • sjálfsþekking

    Heimildir

    Helga Gerður Magnúsdóttir. (2019). Hönnun könnun. Menntamálastofnun. HÖNNUN KÖNNUN (mms.is)

Skissubókar hugmynd - collage/úrklippulist

Hugmynd að vinnslu persónulegrar skissubókar - framhlið

Skissubókar hugmynd - stafræn list

Hugmynd að vinnslu persónulegrar skissubókar - bakhlið

Skissubókar hugmynd - collage/úrklippulist

Hugmynd að vinnslu persónulegrar skissubókar - framhlið

Previous
Previous

Styrkleikar & draumar

Next
Next

Abstrakt