Klukkuverkefni - hannaðu þína eigin klukku
Á heimasíðunni Fjölbreytt kennsla er hægt að nálgast skífu amboð til útprentunar á þessari slóð Klukkan: Þín eigin klukka (fjolbreyttkennsla.is) eða af amboð af heimasíðu Menntamálastofnunar á þessari slóð3_form_klukka.pdf (mms.is).
Efnisviður & áhöld fyrir verkefnið:
stórt karton
útprentað eintak af skífu og vísum
blýantur
strokleður
skæri
tússlitir
trélitir
límstifti
splitt (fyrir vísana)
Verkefnavinnan:
Klippt er út klukkuskífan og límd á kartonið.
Því næst teiknar nemandi upp hugmynd sína á kartonið í kringum skífuna og litar.
Vísar eru klipptir út límdir á harðpappír og klipptir svo út þar.
Göt eru gerð á miðju skífu og vísa.
Vísar settir á splitt og splitt sett í gat á skífunni og fest á bakhlið.
Samþætting á myndlist og stærðfræði
Stærðfræði
Talnalæsi er að kunna á klukku, bæði á klukkuskífu með tólf tölum og stafræna klukku. Talnalæsi felur í sér geta metið tímalengdir í sekúndum, mínútum, klukkustundum og dögum eftir því sem við á og breytt þar á milli, svo og að geta metið tímalengdir daga, vikna, mánaða og ára. Mikilvæg hæfni er að geta reiknað tímamun á milli ólíkra tímabelta heimsins (Kristín Bjarnadóttir, 2023).Myndlist
Í myndmennt öðlast nemendur tækifæri til að læra og tjá sig án orða. Þeir geta ýmist unnið á gagnrýninn hátt með málefni daglegs lífs eða með ímyndunaraflið. Slík reynsla veitir nemendum forsendur til að læra að þekkja sjálfa sig bæði í tengslum við náttúruna og efnisheiminn. Skilningurinn verður bæði almennur og persónulegur, byggður á rannsóknum á raunveruleikanum og töfrum ímyndunaraflsins (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013).
Markmið
Að taka fyrstu skrefin í því að gera nemendur læsa á klukku. • Að nemendur viti að sólarhringur er 24 stundir og að í einni klukkustund eru 60 mínútur. • Að nemendur þekki muninn á stóra og litla vísinum á klukku þ.e. að litli vísirinn telji klukkustundirnar og fari einn hring á 12 tímum og að stóri vísirinn telji mínútur og fari einn hring á klukkustund (Menntamálastofnun, 2017).
Námsmat
Umræður um klukkuna og fylgst með að nemendur noti viðeigandi hugtök (Menntamálastofnun, 2017).
Heimild
Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013 /2013.
Fjölbreytt kennsla. (e.d). TÍMINN – ÁRSTÍÐIRNAR – KLUKKAN – DAGARNIR. TÍMINN – ÁRSTÍÐIRNAR – KLUKKAN – DAGARNIR (fjolbreyttkennsla.is)
Kristín Bjarnadóttir. (2023, 15. febrúar). Hvað er talnalæsi. Vísindavefurinn: Hvað er talnalæsi? (visindavefur.is)
Menntamálastofnun. (2017). Klukkan. Sarpur Kennsluleiðbeiningar - Form (mms.is)
Menntamálastofnun. (2017.) Stærðfræði er skemmtileg. rumf_ml_2_4_strverk.pdf (mms.is)
Don’t worry about sounding professional. Sound like you. There are over 1.5 billion websites out there, but your story is what’s going to separate this one from the rest. If you read the words back and don’t hear your own voice in your head, that’s a good sign you still have more work to do.
Be clear, be confident and don’t overthink it. The beauty of your story is that it’s going to continue to evolve and your site can evolve with it. Your goal should be to make it feel right for right now. Later will take care of itself. It always does.