Hvað er starfskenning ?
Starfskenning er skrifleg yfirlýsing á lýsingu gilda þinna, markmiðum og viðhorfum gagnvart bæði kennslu, námi og almennum viðhorfum til lífsins. Starfskenningar eru jafn ólíkar og einstakar frá einum kennara til annars ásamt því að kenningar hvers og eins endurspegla samhengisþætti eins og fræðin, áhrif fyrirmynda frá fyrri kennurum, leiðbeinendum eða persónulegri náms upplifun svo eitthvað sé nefnt.
Niðurstöður fagráðs um starfsþróun kennara, Fundur samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda (2016) er starfsþróun lýst sem samfelldu meðvituðu og mótuðu ferli sem leiði ti jákvæðrar þróunar sem og umbóta. Starfsþróun eigi að vera beintengd daglegri vinnu með nemendum og skipulag sé í kringum raunveruleg málefni starf kennarans. Vinna á með skýran tilgang og markmið sem styrkja getu, kunnáttu ásamt eflingu gæða í starfi. Starfsþróunin á að taka stað í faglegu lærdómssamfélagi, skal vera augljós, samtengdur hluti daglegs starfs og á að bera vott af af samfélagi í þróun. Þróun kennara felur í sér formlegt nám, innleiðingu í starfi, námskeiðasókn, rannsóknir á eigin starfi, þátttöku í þróunarverkefnum, ráðgjöf, ráðstefnum, fræðilestri og skólaheimsóknum sem dæmi. Starfsþróunin ýtir undir aukinni starfsánægju, árangri í starfi, minnkar líkur á kulnun og brotthvarfi úr starfi. Niðurstöður fagráðs sýna mikilvægi fyrir kennara að halda við þessum þáttum til farsældar í starfi. Þættirnir tengjast einnig siðareglum kennara sem dæmi um fagmennsku kennara snúi að mennta og stuðlar að alhliða þroska, sýna áhuga og umhyggju, bera virðingu fyrir fjölbreytileika og ólíkum þörfum, virða réttindi og láta sig hagsmuni og velferð varða, efla og auka víðsýni ( Kennarasamband Íslands, e.d). Ábyrgð kennara er því víðfem en getur einnig verið sálarfyllandi ef kennari er viss um þau skref sem hann þarf að stíga í starfsþróun sinni, en sé einnig meðvitaður um að veita líkam- og andlegri heilsu athygli í vegferð sinni (Kennarasamband Íslands, e.d).
Starfskenning mín
Þegar ég rýni í hlutverk kennarans sé ég ákveðna lífsfærniþjálfun svo sem að kunna að meta hið góða í lífinu, finna jákvæðni í flestum aðstæðum og einstaklingum. Sannleiks- og skilningsleit til að gefa tækifæri í að draga fram jákvæða eiginleika hjá nemendum og sjálfsgagnrýni sem verkfæri í leit að sjálfsbetrun og bætingu bæði í lífi og starfi.
Gildi
Í styrkleikaspili VIA-strength sem þýtt er af Lilju Mörtu Jökulsdóttur (Menntastefna Reykjavíkurborgar, 2023) sem hafa leiðbeiningar um hvernig vinna megi með spilið
(Menntastefna Reykjavíkurborgar, 2023) er að finna góða lýsingar á styrkleikum. Þau gildi og styrkleikar sem ég tel mikilvæga að hafa í starfi mínu sem kennari eru eftirfarandi og vinn ég staðfast að því að efla þau ásamt því að sýna þau í verki.
Seigla (kjarkur)
Vinn hart að því að klára það sem ég byrja á og kemst í gegnum hindranir.
Félagsfærni (manngæska)
Ég met hvernig best er að koma fram í ólíkum aðstæðum. Hef góða athygli og lesvel í aðstæður
Fyrirgefning (Yfirvegun)
Ég fyrirgef þeim sem eitthvað hafa gert á minn hlut og gef fóki annað tækifæri.
Forvitni (viska/þekking)
það gefur mér gleði að kanna og uppgötva eitthvað nýtt eða nýja leið.
Heiðarleiki (kjarkur)
Ég lifi lífi mínu á heiðarlegan og ósvikinn hátt.
Leiðtogafærni (Réttlæti)
Ég framkvæmi hlutina og skipulegg hópastarf.
Skynjun fegurðar (Vitundarvakning)
Ég upplifi, sé og kann að meta fegurð og tignarleika lífsins og umhverfisins sem er í kringum mig.
Sköpunargáfa (viska/þekking)
Finn nýjar leiðir í framkvæmd hluta og aðferða er hluti af því hver ég sé.
Raunsæi (viskaþekking)
Legg mig fram við að sjá sérð stóru myndina, ert vitur og tekur tillit til skoðana annarra.