Stuðningsefni & þakkir

Heimasíða þessi er hluti af 30 ETC lokaverkefni til M.Ed. prófs með áherslu á list- og verkgreinar við deild faggreinakennslu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Verkefnið er tvískipt og samanstendur af greinargerð og svo af heimasíðu þessari sem verkfæri fyrir kennara í myndlist.

Sýn síðu þessarar er að hún sé lifandi verkefnabanki fyrir kennarar með verkefnum, stuðningsefni og ýmsu fræðsluefni tengt myndlist sem og erlendum og íslenskum listamönnum

Flest verkefninn eru tengd hugtökum um styrkleika og drauma í sjálfstyrkingu sjálfsmynda grunnskólabarna og hvernig hægt sé að flétta það í myndlistarkennslu í grunnskóla. Þegar barn þekkir drauma sína og styrkleika eflist sjálfsmynd þess. Styrkleikar eru eiginleikar og hæfileikar sem barnið býr yfir og ýtir undir reglulega með athygli og æfingu. Sýn höfundar er að vörður séu gegnum grunnskólann á yngsta, miðog elsta stigi þar sem unnið er sérstaklega með þessa þætti til styrkingar framtíðarsýn nemenda á eigin framtíð. Það er hvað þeir eigi innra með sér, hvað mögulega þurfi að styrkja og hvert þeir stefni með líf sitt eftir grunnskólanám.

Verkefnin er hægt að aðlaga og vinna með öllum aldri grunnskólans.

Leiðbeinandi minn var Hanna Ólafsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég þakka henni fyrir góða leiðsögn og fyrir að vera góð fyrirmynd sem kennari. Nemendum mínum þakka ég fyrir þeirra vinnu, umræður og sýn á lífið sem gefa mér sem kennara svo mikinn drifkraft. Fjölskyldu minni, manninum mínum og dætrum þakka ég fyrir mikla þolinmæði, skilning og hvatningu í gegnum nám mitt og Hebu Maren vinkonu þakka ég fyrir að peppa mig áfram á erfiðu dögunum ásamt leiðbeiningu gegnum ritgerðarskrif.

Previous
Previous

Heimildir