Vörðurnar mínar
Vegferð mín hefur að geyma þáttinn að rýna í vörðurnar mínar til stuðnings í mótun starfskenningu minni. Í gegnum ferli mitt í starfendarannsókninni hef ég hlotið tækifæri til að rýna í starf mitt frá ólíkum sjónarhornum. Frá starfendarannsókninni sjálfri ásamt því að geta skoðað þættina hvernig starfa ég sem kennari, hvað hefur leitt ferðina og hvaða þættir þróuðu mig. Með því að skilja vörður mínar betur hef ég eignast dýptina í hvers vegna ég nálgast hin ýmsu málefni og aðstæður á þann veg sem ég geri, er meðvitaðri um ýmsar hliðar í starfi mínu sem gætu verið ákjósanlegri og sýnina hvernig ég geti unnið að betrun en sé einnig jákvæðu þættina sem ég bý yfir og get þar klappað mér á öxlina. Í gegnum þessa vinnu hef ég öðlast dýpri trú á eigin getu í starfi ásamt því að fagvitund mín er skarpari.
Vörður mínar eru tíu talsins og kemur útlistun á þeim hér.
Varða eitt – Æskan
Upplifun mín í gegnum eigin grunnskólagöngu gefur mér sem kennara dýpri skilning á því að tilheyra ekki, hvað einelti og útskúfun í samfélagi þýðir fyrir óharðnaða sál. Ég ólst upp í litlu bæjarfélagi út á landi, þar sem barn fór ég í gegnum líkamlegt og andlegt einelti frá 8 ára til 18 ára en þá fluttist ég í burtu og fékk tækifæri í lífinu að vera ekki lengur óhreina barnið og nýjan upphafspunkt. Geri ég því mér mikla grein fyrir hve mikilvægt það er að virkja tengslanet í bekknum og að stuðla að því að hver og ein rödd fái að heyrast ásamt því að vinna að samkennd og virðingu fyrir öðrum og umhverfi okkar. Vegna eigin reynslu úr æsku var ég hikandi með að starfa í grunnskóla en tók þó skrefið og fór út fyrir minn þægindaramma. Ég hóf feril minn í grunnskóla sem stuðningsfulltrúi og sinnti því starfi í nokkur ár. Skólastjóri fyrsta skólans sem ég starfaði í bað mig um að leysa smíðakennarann af vegna veikinda og fann ég fljótlega að þetta væri ég til í að gera nema út frá myndlistinni. Síðar var ég beðin um að taka myndlistarkennslu að mér sem ég kenndi samhliða stuðningsfulltrúa- og forstöðumann frístundarstöðu og fór þaðan í kennaranám. Eftir ár í náminu tók ég kennslustarfi í Heiðarskóla og hef unnið sem umsjónarkennari síðastliðin þrjú ár. Að vera umsjónarkennari veitir mér mikla ánægju og sé ég fyrir mér að starfa sem slíkur um sinn en geta tekið breytinguna yfir í myndlistarkennarann seinna á ferli mínum. Tenglsamyndun við nemendur, að sjá þá blómstra og ná árangri er stór hluti hvers vegna ég elska þetta starf. Í gegnum starf mitt í grunnskóla hef ég einnig öðlast aðra sýn á þau ör sem mynduðust á eigin sál í æsku og fundið mikla innri lækningu gegnum starf mitt og þær fjölmörgu aðstæður sem ég hef þurft að takast á við þar.
Varða tvö – Menntun og reynsla
Þau tækifæri sem ég eignaðist í HÍ og Iðnskólanum í Hafnarfirði á listnámsbrautinni, að fá tækifæri til kanna og prófa ólíka miðla ásamt því að upplifa kennara sem báru hag minn í brjósti sér. Kennarar sem áttu ástríðu fyrir því sem þau gerðu daglega og skein það í gegnum nálgun þeirra og athafnir í starfi sínu. Þannig minningu vil ég gefa af mér sem kennara til nemenda.
Varða þrjú – Andleg vellíðan
Vegna eigin reynslu úr æsku er andleg vellíðan nemenda mér mikið hugarmál og helst þá sá þáttur hvernig hægt sé að stuðla að sterkari þekkingu á eigin getu, styrkleikum og framtíðardraumum. Met ég það áhersluþátt allra sem að koma starfi barna að láta þau sig varða, ekki einungis öryggi þeirra á vettvangi heldur einnig almenn velferð á öllum þeim sviðum sem þau þurfa að stíga á. Í stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Heimsmarkmið kemur fram að ,,sérstaklega skal hugað að réttindum barna og að þau fái tækifæri til að dafna og þroska hæfileika sína“ (Stjórnarráðið, 2018) og í landrýniskýrslu stjórnaráðsins ,,Innleiðing Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun kemur ungmennaráð heimsmarkmiðanna með yfirlýsingu á fundi með ríkisstjórn 15. mars 2019 um að styrkja þurfi sjálftraust ungmenna, að sú vinna þurfi að hefjast í leikskóla og benda þau á að fræðsla um andlega heilsu þurfi að vera meiri eða koma þeim málaflokki inn í námskrá. Landsrýniskýrslu Íslands (e. Voluntary National Review) var skilað til Sameinuðu þjóðanna í júní 2023, í henni kemur fram að ,,ríkisstjórnin ætti að leggja meiri á sig til að efla jákvæða vitund og skilning á geðheilbrigði til að draga úr fordómum og auðvelda öllum aðgengi að skilvirkri geðheilbrigðisþjónustu. Þetta felur í sér að bæta stefnu og löggjöf, skóla- og vinnutengda áætlanir og stuðning umönnunaraðila. Aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum er þegar í vinnslu. Það er mikilvægt að ganga frá, samþykkja, og hrinda áætluninni í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Ísland hefur náð árangri í að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu unglinga með gagnreyndri íhlutunarlíkan. Hins vegar eru vísbendingar um afturför sem krefjast þess að meiri athygli sé hugað að almennri heilsu og vellíðan ungs fólks, sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu, vegna félags-efnahagslegrar stöðu, bakgrunns eða getu. Samkvæmt mæliborði Heimsmarkmiðanna á heimasíðu þeirra erum við í frekar góðri leið en eigum enn eitthvað í land með málaflokk heimsmarkmiðs 3 – heilsu og vellíðan (Heimsmarkmið, e.d). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn líkt og flestir þekkja hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989, undirritaður af hálfu Íslands 26. janúar 1990 og fullgiltur 28. október 1992. Texti samningsins og valfrjálsra bókana við hann var lögfestur í heild 2013 með lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í 29.grein samningsins kemur fram að menntun eigi að hjálpa börnum að læra að styrkja sjálfsmynd sína, hæfileika og getu. Menntun á að kenna þeim að þekkja réttindi sín, virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntun á að leiðbeina þeim að lifa í friðsemd ásamt því að vernda náttúruna (Stjórnarráðið, e.d.).
Varða fjögur – Sköpun
Sköpun – Ég hef teiknað og skapað frá því ég var barn. Flestar mínar æskuminningar eru við eldhúsborðið á æskuheimili mínu á Búhamrinum að dútla við teikningu eða einhverja listræna sköpun. Þar leið mér best og þar leið mér öruggustum. Í sköpuninni átti ég verkfæri í að koma tilfinningum frá mér og tjá mig með þá þætti sem voru mér þungbærir. Í sköpuninni var ég hugrakkur í að reyna nýja hluti og forvitin um hvernig ég gæti gert hlutina betur eða með annarri nálgun. Frá þessari upplifun minni tengi ég sterkt við Eisner, trú hans var að í gegnum reynslu og listsköpun öðlast nemendur þroska sem að styrkir þekkingarsköpun þeirra ( Eisner, 2002).
Á bakvið eyra mitt er ávallt fræðimaðurinn Mihaly Csikszentmihalyi og flæðiskenning hans, en hugmyndafræði um flæðisástand er mótuð af honum, sú kenning gengur í raun út á það að nemendur nái að sökkvi sér ofan í viðfangsefni, áskoranir sem einstaklingar standa frammi fyrir eru í samsvari við færni þeirra þá sé forsenda fyrir því að þeir geti upplifað flæði (Csikszentmihalyi,1997 og Morgunblaðið, 2022).) Minning mín þar sem ég var að takast á við eitthvað krefjandi en á sama tíma efni sem vakti áhuga minn þar sem ég gleymdi oft tíma og stað tengi ég sterkt við hann.
Varða fimm - Nemendur
Leiðarljós mitt er að ég er talsmaður og verndari nemenda minna og vil gefa þá ásýnd af mér til þeirra, mat mitt er að allir nemendur geti þekkt og borið kennsl á styrkleika og drauma sína með markvissri þjálfun, með því geti þeir orðið sterkari í vegferð sinni í átt að betri farsældí lífinu. Tel ég að nemendur búi yfir sköpun og með réttri nálgun geti þeir ræktað þá. Markmið mitt er að koma jafnt fram við alla með þá sýn að mismuna engum í starfi mínu. Nemendur eru fljótir að finna fyrir ef einn eða fleiri eru hærra settir hjá kennara og er mikil hætta á tengslarofi þá milli kennara og nemenda sem erfitt gæti verið að laga. Hver og einn nemandi á að mínu mati að finna fyrir því að hann skipti máli, sé séður og heyrður í sínu daglega skólastarfi.
Tæp tuttugu prósent íslenskra ungmenna hverfa frá skólagöngu án þess að ljúka framhaldsskólanámi. Það er tvöfalt hærra brotthvarf en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins.Niðurstöður úttekta sýna að ástæður brotthvarfs geta, auk ónógs undirbúnings úr grunnskóla, verið lítil námsleg eða félagsleg skuldbinding, vantrú á eigin getu, andleg vanlíðan eða lítill stuðningur og hvatning foreldra og skortur á stuðningi innan framhaldsskóla (Stjórnarráðið, 2018).
Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir (2012) í Lýðræði og mannréttindi. Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum hafa eftir Godi Keller (2007) að „Það að ganga í skóla inniber nefnilega miklu meira en að taka þátt í kennslustundum og gera verkefni. Að ganga í skóla er að vera með vinum sínum, að æfa sig í félagslífinu á leiðinni til og frá skólanum og að taka þátt í öllu því spennandi, gleðiríka og erfiða sambandi milli nemendanna í kennslustofunni.“
Í skýrslu stjórnaráðs Íslands kemur fram málaflokkur um nemendur þar sem er ritað um raddir nemenda. Að áhersla eiga að vera að hlusta betur á raddir nemenda, auka frelsi þeirra, stuðla að tækifærum fyrir nemendur um til að viðra skoðun sína um nám sitt, efla valfrelsi þeirra og eigin ábyrgð á námi sínu, styrkja sjálfstæði og nemendasjálfræði, styrkja félagsfærni, trú á eigin getu sem og sjálfsmynd nemenda (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2020). Áhersla kennarans í að stuðla að jákvæðum samskiptum við nemendur og milli þeirra ásamt því að leiðbeina þeim í átt að farsælli vellíðan er því töluvert mikil.
Varða sex – Uppbyggingarstefnan
Uppbyggingarstefnan (e. restitution) er hugmyndafræði Diane Gossen en kenningin er einnig kennd við uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga. Uppbyggingarstefnan miðar að því að stuðla að ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga ásamt því að þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og vera meðvituð um þarfir sínar. Vinnuaðferðir stefnunnar er ætluð til að styðja starfsmenn skóla við mótun skýrri stefnu í tengslumi samskipta og agamála. Stefnan kennir einnig aðferðir við sjálfstjórn, sjálfsaga og styrkir einstaklinga í því að læra af eigin mistökum. Hugmyndafræðin snertir þætti kennsluhátta, stjórnunarhátt, nálgun í lífsleiknikennslu ásamt meðferð agamála. Uppbygging hugmyndafræðinnar er sú að einstaklingur sé fær um að taka sjálfstæðar og siðferðislegar ákvarðanir þegar kemur að eigin hegðun er hann er frjáls frá sektarkennd, skömmum, hótunum, væntingum, umbunar loforðum og öðlist tækifæri í að meta eigin lífsgildi. Markmiðið stefnunnar er að efla einstaklinginn í að vera sú manneskja sem hann vill vera út frá eigin sannfæringu en ekki út frá væntingum og geðþótta annarra. Sköpuð eru tækifæri til að lærdóms af eigin mistökum ásamt því að aðstoða við að finna betri lausnir og þannig byggja upp eigin innri styrk (Gossen, 2004). Ég nýti hugmyndafræði stefnunnar mikið í eigin starfi og hef upplifað breytingu í hóp- og einstaklings samskiptum. Til að gera efni stefnunnar aðgengilegara og sjónrænna fyrir mig bjó ég til bloggsíðu með efni uppeldisstefnunnar og öðru efni tengt því sjá Uppbygginarstefnan - Uppeldi til ábyrgðar (uppbyggingarstefnan.blogspot.com).
Varða sjö – Fjölgreindarkenningin
Howard Gardner er mér kær og halla ég mér mikið að fjölgreindarkenningu hans þegar ég set saman kennslur í þeim skilningi að ég reyni að rýna í hvaða greind eða greindir verið sé að kenna og styrkja. Gardner nefnir átta greindum einstaklingsins sem eru málgreind, tónlistargreind, rýmisgreind, sjálfsþekkingargreind,rök- og stærðfræðigreind, samskiptagreind, umhverfis og líkams- og hreyfigreind. Gardner heldur níundu greindinni fram sem hálfviðurkenndri og er sú greind tilvistargreindin (Gardner, 2006). Gardner leggur það fram að mannsheilinn búi yfir nokkrum ólíkum greindum en hann álítur samspil uppeldis, umhverfis og líffræðilegra þátta vera það sem skilgreinir greind hvers einstaklings (Gardner, 2006). Að mati hans er óráðlegt að rýna í styrkleika einstaklinga snemma á lífsleiðinni til að vinna með þann sem sterkastur er (Gardner, 1983) en álítur að hver einstaklingur búi yfir getu til að þróa allar greindirnar með réttri leiðsögn. Gardner heldur því fram að engin greind sé ein og sér heldur vinni þær saman á ólíkan hátt eftir einstaklingum (Armstrong, 2000).
Varða átta – Sjálfbærni - Sjálfbær þróun
Sjálfbærni er skilgreint sem geta til aðgerða, að viðhalda ákveðnu ferli eða ástandi en sjálfbær þróun er breytingaferli samfélags í átt að sjálfbærni. Eðli sjálfbærar þróunar er þverfagleg með þremur stoðum sínum umhverfis, samfélags og efnahags. Guðrún Schmidt. (2022). Sjálfbær þróun er mér mikilvægur þáttur en hugtakið sjálfbær þróun snýst um samspil margra þátta sem dæmi umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Það felur í sér virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum, réttlæti, ábyrgð,umhverfi, heilbrigði. Þessi hugsun gildir ekki bara fyrir núlíðandi stund heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Sjálfbærnimenntun felst í því að skapa samfélag sem umhugað er að þroska allra einstaklinga í samfélagi. Efli þá meðal annars í meðvitund um gildi, eigin tilfinningar og viðhorf gagnvart hnattrænum áhrifum, náttúru, lýðræði, jafnræði allra jarðabúa, umhverfi, mannréttindum, réttlæti, jafnrétti, fjölmenningu, velferð og heilbrigði; og efnahagsþróun og framtíðarsýn (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Sjálfbærni þróun stuðlar að aukinni virðingu fyrir umhverfi og náttúru, margbreytni, gildum sem stuðla að sjálfbærni í samskiptum mannsins við umhverfi sitt, innbyrðis á milli einstaklinga og samfélaga, eykur skilning á samábyrgð okkar á framtíð mannkyns og komandi kynslóða. Í skýrslunni Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - Stefnumörkun til 2020 er því haldið fram að sjálfbær þróun sé svar við kröfu um víðari skilgreiningu á hvað felist í almennri velferð og lífsgæðum (Umhverfismálaráðuneyti, 2010) og eru markmið stjórnvalda að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur þar sem allir skipta máli og geta lært. Framúrskarandi menntun leggur áherslu á að allir fái tækifæri til að þroskast og auka hæfni sína á eigin forsendum með virkri lýðræðislegri þátttöku, samstarf, samskiptum og skapandi gagnrýninni hugsun (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2020).
Varða níu – Connecting the dots
Greiningarlykill Connecting the Dots er verkfæri fyrir kennara til að auðvelda þeim að skiptingu námsefnis í sjö grunnþætti sem allir stuðli að lærdómi, ábyrgð og virðingu fyrir eigin umhverfi hjá nemendum og er byggður fyrir verkefni með áherslu á menntun til sjálfbærni.
Kozak og Elliot (2011) settu upp myndrænt hugarkort til notkunar í greiningu verkferla sjálfbærni menntunar. Íslensk þýðing var unnin af Ásthildi B. Jónsdóttur.
Áhersluþættirnir sjö sem tilheyra Connecting the Dots: (laga textann til)
1. Grenndarkennsla.
Samfélagið okkar er kennslustofa og nærumhverfi skóla getur verið áhugaverður með fjölmarga möguleika á útinámi með umhverfið sem áherslupunkt. Útinám er hægt að tengja við allar námsgreinar og ýtir undir betri hegðun, heilsu ásamt því að nám nemenda er oft einstaklingsmiðaðra. Útikennsla getur farið fram við skóla eða nærumhverfi hans.
2. Samþætting.
Menntun til sjálfbærni hefur mikla áherslu á að tengja saman þekkingu, hefur kröfu á greinandi hugunarhátt með tengingu milli námsþátta. Grenndarkennsla gerir nám fjölbreytt, verklegt sem ýtir undir að nemendur eru líklegri til að meðtaka námið á nýjan máta.
3. Gagnlegur lærdómur.
Þessi þáttur snýst um verklegt nám innan samfélagsins, verkefni sem framkvæmd eru í þágu samfélags eða umhverfis og gefa af sér getu til aðgerða. Þessi tegund af verkefnum eru hagnýt og skipulögð með ávinning fyrir nemendur og samfélagið og mætti nefna sem dæmi hreinsun í umhverfi.
4. Raunveruleikatengsl.
Greiningarlyklinum tekur fram mikilvægi þess að framkvæma verkefni en ekki bara vinna í bókum. Með þeirri nálgun öðlast nemendur meiri tengingu og upplifa eigin getu í að bæta umhverfi sitt. Samfélagið og nemendur njóta svo ávinnings verkefnis.
5. Kannað ólík sjónarhorn.
Mikilvægt er að kanna möguleikana á fleiri leiðum í vinnslu verkefna, niðurstöðum og aðferðum. Álit nemenda og almennings þar að kanna við mótun skoðana en sú nálgun getur víkkað hug nemenda á nýjan veg.
6. Spurningar.
Verkferlið er byggt á því að spyrja nemendur spurninga og kennarinn vinnur að sköpun aðstæðna til svara. Á þann máta geta nemendur orðið sjálfstæðari og jákvæðari og verkefnavinnu sinni, styrkt gagnrýna hugsun sína og hvatt nemendur í frumkvæði að lausnaleit við vandamálum sem geta komið upp í ferlinu.
7. Deila ábyrgð.
Hér læra nemendur að vinna sem hópur, í verkefni þar sem allir sem vinna saman,fá tækifæri á tjáningu um það sem varðar ákvarðanatöku og samábyrgð deilt eflist máttur námsins. Þegar nemendur deila ábyrgð hvetur það þá til þátttöku, kennir þeim umburðarlyndi og lýðræði. (Kozak & Elliot, 2011)