Skapandi kennsla

Til að mæta þörfum og ólíkri getu nemenda þarf kennari að fínna mismunandi aðferðir sem virka fyrir nemendur sína í anda skóla án aðgreiningar. Hann þarf að vera frjór,veita nemendum vellíðan, vera hvetjandi og hugsa í lausnum (Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson, 2012). Bamford (2011) bendir á að samþættar kennslugreinar með áherslu á skapandi kennsluaðferðum séu þættir sem þurfi að efla og þróa í íslenskum skólum, bendir hún einnig á að skortur á hæfni í að samþætta sé stór galli í menntakerfinu.

Í Aðalnámskrá kemur einnig fram að matsaðferðir skuli vera fjölbreyttar í samræmi við hæfniviðmið, endurspegli áherslur í kennslu og taki mið að nemendum og sé heiðarlegt og sanngjarnt (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Félagsleg samskipti eru grundvallaratrið í vitsmunaþroska einstaklingsins að mati Vygotsky (Pound, 2005). Að mati Vygotsky er félagsleg hugsmíðahyggja mikilvæg fyrir kennara og er nauðsynlegt að vera meðvitaðir um að skapa umhverfi sem er félagslegt og hvetur til náms en í gegnum hana öðlast nemendur tækifæri til að ná árangri í gegnum samvinnu (Pound, 2005). Einn þáttur í því er að hafa kennslu eins skapandi og hægt er hverju sinn ásamt því að nálgast nemendur með ólíka getu og áhugasvið með gleraugum stefnu skóla án aðgreiningar með andlega velferð þeirra í fyrirrúmi. Önnur kenning Vygotsky er kenning sem fjallar um „svæði hins mögulega þroska“. Í þeirri kenningu setti Vygotsky fram að börn séu fær um að teygja sig upp á þroskastigið sem er ofar þeirra eigin. Til þess þurfa þau þó að fá aðstoð frá þeim sem lengra eru komnir í þroska, eldri börn eða fullorðna einstaklinga (Eggen og Kauchak, 2004). Að því sögðu hafa kenningar Gardners, Csikszentmihalyi, Eisners og Dewey hafa haft mótandi áhrif á hlutverk mitt í starfi sem kennara og gegnum rannsókn mína. Áherslur þeirra að mínu mati geta gert kennsluhættina mun meira skapandi.

Eru allir skapandi?

Ég var ávallt á þeirri skoðun að allir hefðu sköpun í sér en gegnum þessa verkefnavinnu er ég komin á þann stað að ég tel að svo sé ekki. Ég trúi því að hægt sé að skapa aðstæður með skapandi kennslu til að líðan að sköpun geti farið fram. Flæðiskenning hans Csikszentmihalyi (1997) er ávallt á bakvið eyrað mitt og hálfgert leiðarljós þegar kemur að skapandi kennslu en einnig John Dewey (2000) og hans kenning að við lærum með því að framkvæma. Þar sé ég hann fyrir mér einnig sem ríkt afl í myndlistarkennslu, því ef sköpun er ekki eðlislæg í öllum þá dýpkast skilningur nemenda með framkvæmd áþreifanlegra viðfangsefna.

Að mörgu er að huga þegar kemur að námsumhverfi nemenda okkar, ekki einungis hvernig stofan sé uppbyggð eða hvort verið sé að beita skapandi kennsluháttum heldur einnig hvort námsefni sé við hæfi gagnvart hverjum og einum nemenda og nógu örvandi til að stuðla að þroska þeirra.

Previous
Previous

Aðalnámskrá grunnskóla