
Fjölgreindarkenningin

Samkvæmt kenningu Gardners höfum við allar greindirnar en í mismiklum mæli.
Samkvæmt Gardner (1999) ætti að gera listnám, verknám og íþróttanám jafn hátt undir höfði og viðurkenna það að allir einstaklingar hafa eitthvað til síns ágætis og að stuðla ætti að virkja hæfileika hvers og eins. Í kenningu sinni um greindirnar heldur hann því fram að þær séu sjö talsins. Að manneskjur hafir þær allar í mismiklum mæli. Seinna bætti hann við umhverfisgreind og velti upp hugmynd að þeirri níundu sem er tilvistargreindin. Gardner gekk í þeirri trú að greindarhugtakið eigi að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt (Gardner, 1999)

