Make it stand out.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt aldarmótin síðustu. Þar var verið að ræða um átta markmið sem saman áttu að stuðla að því að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Árið 2015 fengu svo þessi Þúsaldarmarkmið að víkja fyrir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessi nýju markmið eru fleiri en þau sem áður voru og eiga þau að taka á vandamálum sem eiga sér stað um allan heim. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa innleitt nýju markmiðin þar með talið Ísland, sem eru 17, sem og 169 undirmarkmið þeirra að einhverju leyti. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er einnig að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Verkefnið er tengt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem unnið er með vellíðan og menntun sem leiðarljós í styrkingu einstaklinga til framtíðar(Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, e.d.a). Þau heimsmarkmið sem verkefni er tengt við eru:

3. Heilsa og vellíðan - Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

4. Menntun fyrir alla -Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.

Aðalnámskrá er með styrkleika nemenda sem rauðan þráð í gegnum sig, í kafla 2.3 Námshæfni segir að námshæfni er þannig undirstöðuþáttur í öllu skólastarfi og byggist á sjálfsskilningi og áhuga. Námshæfni felur einnig í sér að þekkja eigin styrkleika og veikleika og að vera fær um að taka ákvarðanir á þeim grunni. Námshæfni byggist á eðlislægri forvitni barna og ungmenna, áhugahvöt þeirra, trú á eigin getu og hæfileika til að beita hæfni sinni í margvíslegum viðfangsefnum á uppbyggilegan hátt.  

Nánar má lesa um heimsmarkmiðin á eftirtöldum heimasíðum:

Heimsmarkmiðin

Félag Sameinuðu þjóðanna - UNA ICELAND

Heimsmarkmiðin mælaborð

Stjórnarráð Íslands og heimsmarkmiðin

Previous
Previous

Um höfund

Next
Next

Fræðimenn sem ég tengi við